Fréttir
Herðubreið
Herðubreið

Jarðskjálftayfirlit 14. - 20. apríl 2008

22.4.2008

Um 500 jarðskjálftar voru staðsettir í vikunni Mesta skjálftavirkni var úti fyrir mynni Eyjafjarðar, en skjálftahrina hófst þar 7. apríl. Um 200 jarðskjálftar bættust við í vikunni, sá stærsti 2,5 stig.
Hátt í 200 jarðskjálftar áttu upptök í skjálftahrinu vestan Herðubreiðar, flestir miðvikudaginn 16. apríl. Stærstu jarðskjálftarnir voru 2,5 stig. Einnig mældust nokkrir tugir skjálfta við norðausturenda Herðubreiðartagla.

Sjá kort og nánar um skjálftavirkni í vikuyfirliti.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica