Fréttir
Jarðskjálftavirkni helgina 6. - 8. júní 2008
Jarðskjálftavirkni helgina 6. - 8. júní 2008

Virkni helgarinnar

9.6.2008

Skjálftavirkni í Ölfusi og Flóa jókst lítillega á föstudagskvöld. Tveir skjálftar að stærð 3 mældust, annar um kl. 21:52 undir Ingólfsfjalli, en hinn um kl. 01:38 aðfaranótt laugardags við suðurenda Kross-sprungunnar. Aðrir skjálftar voru minni.

Á annan tug smáskjálfta mældust um 6 - 7 km austur af Selfossi frá því kl. 18 á föstudaginn og fram undir morgun. Þeir stærstu voru um 2 að stærð.

Skjálftavirknin var nokkuð stöðug á laugardeginum. Um 20 skjálftar mældust að meðaltali á klukkustund og voru þeir flestir litlir. Þeir stærstu voru um 2,7 að stærð.

Á sunnudeginum hélst virknin svipuð en um kvöldið kl. 23:14 varð jarðskjálfti vestan í Ingólfsfjalli og var hann 3,7 að stærð. Hann fannst m.a. á Akranesi.

Á mánudagsmorgun (9. júní) kl. 05:28 varð skjálfti sem var 3,2 að stærð við norðurenda Kross-sprungunnar.

Í kjölfar þessara skjálfta hefur virknin heldur aukist. Áfram er náið fylgst með skjálftavirkninni.

Sjá má nánari skýringu á meðfylgjandi mynd ef hún er stækkuð en það gerist ef smellt er á hana.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica