Fréttir
Fjöldi eftirskjálfta í Ölfusi og Flóa
Fjöldi eftirskjálfta í Ölfusi og Flóa

Eftirskjálftavirknin í Ölfusi og Flóa

20.6.2008

Smátt og smátt hefur dregið úr skjálftavirkninni í Ölfusi og Flóa en samt mælast ennþá á þriðja hundrað jarðskjálftar á dag á svæðinu, samanber meðfylgjandi mynd sem sýnir daglegan fjölda jarðskjálfta stærri en 0 stig frá 29. maí.

Upptök flestra jarðskjálftanna síðustu daga eru á meginsprungunni, Kross-sprungunni.

Tveir stærstu skjálftarnir frá 9. júní hafa verið um og yfir 3 að stærð. Annar varð 9. júní kl. 05:28 með upptök um 2 km norðnorðaustur af Hveragerði en hinn varð 16. júní kl. 09:43 með upptök um 7 km norðnorðaustur af Selfossi.

Sjá einnig vikuyfirlit.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica