Fréttir
Tómas og Matthew við tækin
Tómas Jóhannesson og Matthew J. Roberts við tækin.
1 2 3 4 5 6

Rannsóknir á jökulhlaupum

8.7.2008

Tveir starfsmenn Veðurstofunnar fóru við fimmta mann á Skaftárjökul þann 29. júní til þess að koma fyrir GPS-tæki til mælinga á jökulhlaupi úr Skaftárkötlum sem vænst er síðar í sumar eða í haust. Ekið var inn undir jökul yfir Breiðbak og gengið með mælitækið um 10 km leið inn á jökulinn.

GPS-tækið er þriðja tækið sem komið hefur verið fyrir á Skaftárjökli á leið jökulhlaupa frá kötlunum niður að útfalli Skaftár þar sem hlaupin koma fram. Jafnframt eru GPS-tæki í kötlunum sjálfum sem mæla munu sig íshellunnar þegar hlaup verður.

Tækin þrjú á Skaftárjökli munu lyftast með jökulísnum þegar hlaupið rennur niður eftir botni jökulsins og eru hugsuð til þess að mæla framrás fremsta hlaupfaldsins og þar með hraða hlaupvatnsins á leiðinni niður að sporði.

Verkefnið er unnið í samstarfi við Vatnamælingar Orkustofnunar og er styrkt af Rannís, Vegagerðinni, Kvískerjasjóði og fleiri aðilum.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica