Fréttir
Skjálftar austan Grímseyjar.
Skjálftar austan Grímseyjar. Myndin er frá kl. 7:45 í morgun, 24. júlí.

Enn skelfur jörð austan Grímseyjar

24.7.2008

Jarðskjálftahrinan austan Grímseyjar stendur enn og samkvæmt sjálfvirkri úrvinnslu kl. 7:45 í morgun, 24. júlí, hafði orðið 31 jarðskjálfti stærri en 3 á Richter síðastliðnar 48 klst. Stærstu skjálftarnir urðu kl. 18:35 og 20:42 í gærkvöldi, 23. júlí, og voru þeir 4,7 og 4,8 stig.

Hægt er að fylgjast með jarðskjálftunum á síðunni Jarðskjálftar og eldgos á vefsetri Veðurstofunnar.

Einnig er þar hægt að skoða töflu yfir jarðskjálftana og sýnir hún tíma, stærð og staðsetningu skjálftanna síðastliðnar 48 klst. Einnig sýnir taflan gæði skjálftanna og eftir því sem sú tala er hærri þeim mun áreiðanlegri eru tölurnar.

Í töflunni er hægt að skoða til dæmis aðeins skjálfta stærri en 3 á Richter. Kl. 7:57 í morgun leit yfirlitið ofan töflunnar svona út:

Fjöldi skjálfta:
  • Minni en 1 á Richter: 33
  • 1 til 2 á Richter:  273
  • 2 til 3 á Richter:  366
  • Stærri en 3 á Richter:  31
  • Samtals: 703

Athuga ber að þetta eru óyfirfarnar frumniðurstöður og stærð skjálftanna breytist oft við frekari úrvinnslu.

 

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica