Fréttir
Vísindavaka 2007
Vísindavaka 2007. Gestir skoða atriði í bás Veðurstofu Íslands.

Vísindavaka RANNÍS

- þátttaka Veðurstofu Íslands

24.9.2008

Veðurstofa Íslands tekur þátt í Vísindavöku RANNÍS á föstudag kl. 17-22.

Sýnt verður stutt myndband af snjóflóði sem vísindamenn komu af stað á Vestfjörðum.

Hversu mikinn vindstyrk hefur þú? Gestir blása á vindmæli og styrkurinn er sýndur á litlum skjá. Á síðustu vísindavöku náðu tveir gestanna hátt í 14 m/sek. og verður fróðlegt að sjá hvort einhver slær það met. Þess má geta að það er orðið nokkuð erfitt að hjóla á móti vindi sem er 10 m/sek. eða meira.

Veðurspár er hægt að birta á ýmsu formi. Við virkjum Google Earth til að sýna þær. Einnig verður hægt að skoða spár á vefsetri Veðurstofunnar, t.d. veðurþáttaspár en þær felast í því að fólk getur skoðað rigningarspána næstu daga eða hversu vindasamt á að verða í vikunni.

Skemmst að minnast stóru jarðskjálftanna frá í vor og verða þeim gerð skil.

Vísindavakan verður í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu kl. 17-22 föstudaginn 26. september 2008.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica