Fréttir
Jarðskjálftaeftirlit 22.-28. september 2008
Um 350 skjálftar mældust í vikunni. Þrjár litlar hrinur urðu úti fyrir Norðurlandi: úti fyrir mynni Eyjafjarðar, rétt austan Flateyjar á Skjálfanda og í Öxarfirði.
Á Suðurlandi bar mest á eftirskjálftavirkni á Kross-sprungunni.
Ísskjálftar mældust í Skeiðarárjökli í byrjun vikunnar í kjölfar mikillar rigningar.
Á sunnudagskvöld fór að bera á auknum óróa (titringi) á mælinum á Grímsfjalli. Við athugun í dag, 1. október virðist hann þó fara lækkandi.
Sjá nánar um virkni vikunnar á vikuyfirlitinu.