Fréttir
Erlendir þátttakendur á vinnufundinum
Nokkrir þátttakenda á Þingvöllum.

Loftslagsvísindamenn funda í Reykjavík

- vinnufundur um áhrif agna á veðurfar

20.10.2008

Dagana 8.-10. október var haldin á Hótel Cabin í Reykjavík alþjóðaráðstefna 40 vísindamanna sem fást við rannsóknir á áhrifum agna í andrúmsloftinu á veðurfar.

Fundurinn fjallaði einkum um agnir sem myndast af mannavöldum, t.d. við bruna kolefnissambanda og við skógarelda. Agnir þessar hafa kólnandi áhrif á veðurfar, og draga því úr hlýnuninni sem stafar af aukningu á styrk gróðurhúsalofttegunda. Áhrif þessara agna á loftslag eru þó mun verr skilin en áhrif gróðurhúsalofttegunda. Þær eru því nokkur uppspretta óvissu þegar kemur að spám um þróun loftslags á komandi áratugum. Til að draga úr þessari óvissu notast vísindamenn við öflug reiknilíkön og nákvæmar athuganir, m.a. frá gervitunglum.

Fundurinn er liður í samvinnu alþjóðlegs vinnuhóps sem nefnist AEROCOM (Aerosol Comparison between Observations and Models).

Hópurinn lagði mikið af mörkum við skrif skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem var gefin út í fyrra.

Skipulagning fundarins var samstarfsverkefni Veðurstofu Íslands og Jóns Egils Kristjánssonar, prófessors í veðurfræði við Oslóarháskóla.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica