Fréttir
loftmyndir af jökli - ís nær lengra fram
Framhlaup í Breiðamerkurjökli í byrjun júní 2009. Jökulsárlón á Breiðamerkursandi fyllist af ís miðað við sams konar mynd frá í fyrra.

Jökulsárlón fyllist af ís

Framhlaup í Breiðamerkurjökli

5.6.2009

Að undanförnu hefur þess orðið vart að mikill jökulíshroði hefur safnast á yfirborð Jökulsárlóns þannig að bátar komast þar trauðlega á flot. Grunur leikur á að nú hlaupi jökullinn fram og brotni í smátt þegar í lónið er komið.

Ekki verður gengið úr skugga um hvers eðlis þessi atburður er fyrr en flogið verður yfir jökulinn í góðu skyggni.

Á meðfylgjandi gervihnattamyndum má sjá að Jökulsárlónið er dökkt á mynd frá því í fyrra, en ljóst á nýlegri vegna íss. Lónið er aðeins til hægri rétt ofan við miðja mynd. Á eldri myndinni er skýjabreiða yfir hafinu úti fyrir ströndinni og líka suðvestur af Öræfajökli en á nýrri myndinni er nærri því heiðskírt.

Þessar MODIS myndir frá NASA eru unnar á Veðurstofunni með aðstoð HDFLook software team.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica