Fréttir
áhrifakort 19. júni 2009
Áhrif skjálfta að stærð 4,2 kl. 18:13 þann 19.júní 2009.

Jarðhræringar í Krýsuvík

22.6.2009

Föstudaginn 19. júní urðu tveir skjálftar á Reykjanesskaga með upptök nærri Krýsuvík. Áhrifanna varð vart bæði á Akranesi og í Landssveit.

Sá fyrri varð um kl. 18:13 og átti upptök sín um 2 km suðvestur af Krýsuvík. Sá síðari varð um kl. 20:37 og átti upptök sín um 1,5 km vestnorðvestur af Krýsuvík.

Þeir voru 4,2 og 4,1 að stærð. Kortið sýnir reiknuð áhrif fyrri skjálftans.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica