Fréttir
ský
Klósigar og þoturák. Ljósmynd: Þórður Arason.

Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011

17.10.2011

Haustþing Veðurfræðifélagsins verður haldið þriðjudaginn 18. október 2011. Það hefst kl. 13 í Víðgelmi í Orkugarði, Grensásvegi 9, og lýkur kl. 16.  Þingið og Veðurfræðifélagið eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari. Að þessu sinni fjalla flest erindin um veður og orku en hluti þeirra um greiningu á veðurfari

Dagskrá haustþingsins

  • 13:00 – Inngangur
  • 13:05 – Halldór Björnsson: ICEWIND – samnorrænt verkefni um vindorku á köldum svæðum.
  • 13:23 – Nikolas Nawri: Spatial Variability of Surface Wind over Iceland based on Station Records, ECMWF Operational Analyses, and WRF Simulations.
  • 13:41 – Einar Sveinbjörnsson: Mælingar á hafgolu í uppsveitum Suðurlands með vindmastri Landsvirkjunar.
  • 13:59 – Hreinn Hjartarson: Samanburður ólíkra vindmæla í vindmastri Landsvirkjunar við Búrfell.
  • 14:17 – Kaffihlé.
  • 14:40 – Haraldur Ólafsson: Vindurinn og vindorkan í tíma og rúmi.
  • 14:58 – Hálfdán Ágústsson: Hermun ísingar á loftlínur.
  • 15:16 – Trausti Jónsson: Snjóhula og meðalhiti – Óformleg umfjöllun sem á við landið allt.
  • 15:34 – Birgir Hrafnkelsson: Hámarks- og lágmarkshitar á Íslandi.
  • 15:52 – Umræður.
  • 16:00 – Þingi slitið.

Ágrip erinda er birt á vefsíðu Veðurfræðifélagsins





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica