Fréttir
Jarðskjálftahrina suðvestur af Herðubreið
Jarðskjálftahrina suðvestur af Herðubreið

Jarðskjálftahrina suðvestur af Herðubreið

15.5.2012

Í gær þann 14. maí kl. 12:45 varð jarðskjálfti rúmlega 3 að stærð með upptök um 3-4 km suðvestur af Herðubreið.  Í kjölfarið hefur fylgt jarðskjálftahrina á svæðinu með tugum smáskjálfta. Mesta virknin var milli klukkan 20 – 23 í gærkveldi. 

Heldur rólegra var á svæðinu í nótt en undir morgun, milli klukkan 06 og 09  jókst virknin nokkuð en eftir það hefur dregið úr henni. Nær allir skjálftarnir eru  minni en 2 að stærð og flestir á 5 – 8 kílómetra dýpi.  Síðustu fjórar vikur hefur verið aukin smáskjálftavirkni á þessum stað. Ekki er óalgengt að jarðskjálftahrinur verði í nágrenni Herðubreiðar.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica