Fréttir
tré og snjór
Mývatnssveit í september 2012.

Óveðurs að vænta

29.10.2012

Veðurstofan vill vekja athygli á slæmu veðri sem spáð er næstu daga. Eftir miðjan dag á morgun (þriðjudag) verður komið norðan vonskuveður um landið norðanvert með vindhraða á bilinu 13-20 m/s.

Með þessu verður snjókoma og él og getur færð og skyggni spillst á skömmum tíma. Eins ættu menn sem hafa húsdýr úti við að huga að því að koma skepnum í skjól.

Búast við mjög hvössum vindhviðum undir Vatnajökli frá því síðdegis á morgun og fram eftir vikunni. Ekki er búist við að veður fari að batna fyrr en líður á næstu helgi og eins er að sjá að veður geti orðið enn verra á fimmtudag og föstudag. Lengst af verður þurrt um landið sunnavert og ætti veðrið ekki að valda vændræðum þar. Gert er ráð fyrir að hiti verði um og undir frostmarki sunnantil á landinu næstu daga, en annars staðar verður frost 0 til 7 stig.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica