Fréttir
1 2

Illviðri næstu daga

1.11.2012

Veðurstofan varar við norðan vonskuveðri á öllu landinu næstu tvo sólarhringa. Búast má við norðanstormi með vindhraða á bilinu 20-28 m/s um allt land og mjög hvassar vindhviður, allt að 55 m/s, verða við fjöll, einkum á S-verðu landinu frá Snæfellsnesi til Austfarða. Spáð er talsverðri ofankomu á N- og A-land á föstudaginn.

Ekkert ferðaveður verður næstu tvo sólarhringa, en veður gengur niður seinni part laugardags. Fólk er því beðið um að fylgjast vel með veðurspám.
Í norðanáttinni má reikna með miklum áhlaðanda sjávar og að ölduhæð geti náð 11 metrum norður og austur af landinu. Því eru menn hvattir til að huga að bátum í höfnum og hafa í huga að ísing getur myndast og hlaðist á báta á skömmum tíma.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica