Fréttir
horft út um bílrúðu - fannfergi

Viðvörun vegna illviðris næsta sólarhring

2.11.2012

Veðurstofan varar við norðan vonskuveðri á öllu landinu næsta sólarhring. Búast má við norðanstormi með vindhraða á bilinu 20-28 m/s um allt land og mjög hvössum vindhviðum, allt að 55 m/s, við fjöll, einkum á sunnanverðu landinu frá Snæfellsnesi til Austfjarða.

Spáð er talsverðri ofankomu á N- og A-landi í dag.
Ekkert ferðaveður verður næsta sólarhring. Vindur fer að ganga niður á öllu landinu um hádegi á morgun (laugardag). Áfram verður þó víða hvasst fram á kvöld, en búist er við að lægi verulega um land allt aðfaranótt sunnudags.

Á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni er búist við stormi í allan dag, en dregur lítið eitt úr vindi um hádegi á morgun (laugardag). Lægir síðan aðfaranótt sunnudags.

Fólk er því beðið um að fylgjast vel með veðurspám.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica