Fréttir
wmo-logo

Aukið vægi veðurspáa og rannsókna á veðri víða um heim

Þing WMO staðfesti innleiðingaráætlun

10.11.2012

Á þingi sínu 29-31 október 2012 staðfesti Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) skipulag og innleiðingaráætlun fyrir það sem kallað er Global Framework for Climate Services eða alþjóðarammi um veðurþjónustu, sem er stórt skref í þá átt að auka vægi veðurspáa og rannsókna á veðri víða um heim.

Ástæðan er hröðun loftslagsbreytinga sem veldur öfgum í veðri og veðurfari. Fari svo fram sem horfir er aukin hætta á eyðileggjandi flóðum, alvarlegum þurrkum, hitabylgjum og mikilli úrkomu. Samkvæmt áætluninni verður í fyrstu lögð áhersla á bætta þjónustu er varðar viðvaranir, heilsu, vatnsvernd og -nýtingu, landbúnað og fæðuöryggi.

Fréttatilkynningu um þessa ákvörðun má lesa í heild sinni á vef Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, WMO.


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica