Fréttir
Frá Gígjukvísl.

Lítið hlaup að fjara út

Gígjukvísl, Grímsvötn

27.11.2012

Síðustu mælingar frá Gígjukvísl sýna að hlaupið úr Grímsvötnum náði hámarki í gærkvöldi, líklega um miðnætti.

Rennslið í Gígjukvísl var mælt þegar það var nálægt hámarki í gærkvöldi og svo aftur í dag. Af þessum breytingum í vatnshæð er dregin sú ályktun að hlaupið vari í nokkra daga. Þetta er þó afar lítið hlaup og vatnsrennsli ekki meira en eðlilegt væri að sumarlagi.

Frekari upplýsingar um þetta jökulhlaup verða birtar á vefnum ef þurfa þykir. Hér undir má sjá nokkrar myndir af staðnum í tímaröð, dagana 23. - 26. nóvember 2012.

Ljósmyndari er Reynir Ragnarsson, starfsmaður Veðurstofunnar.

Ljósmyndir: Reynir Ragnarsson, Vík í Mýrdal.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica