Fréttir

Snjóbylur

Vonskuveður á öllu landinu

6.3.2013

Eins og landsmenn vita, þá er  austanvonskuveður á öllu landinu, stormur og blindbylur, jafnvel rok
(vindhraði meiri en 23 m/s) allra syðst.

Búist við að veður fari smám saman að ganga niður síðdegis og dragi þá jafnframt úr ofankomu og skafrenningi. Ekki dregur úr veðurhæð syðst á landinu fyrr en í nótt.

Á höfuðborgarsvæðinu dregur fljótlega úr ofankomu en áfram verður hvasst og skafrenningur til fyrramáls.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica