Fréttir
Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, heimsótti Veðurstofu Íslands 1. júlí. Hér skoðar hann aðstöðu sérfræðinga sem annast jarðváreftirlit.

Heimsókn umhverfis- og auðlindaráðherra

Veðurstofa Íslands kynnir viðfangsefni sín

1.7.2013

Nýr umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, heimsótti Veðurstofu Íslands nú í morgun. Að lokinni móttöku á Bústaðavegi 7, þar sem forstjóri Veðurstofunnar reifaði helstu viðfangsefni stofnunarinnar, var haldið yfir í eldri bygginguna þar sem ráðherra skoðaði nokkra þætti í starfseminni.


Ráðherra og fylgdarlið á leið yfir í eldri byggingu Veðurstofunnar. Frá vinstri: Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, Stefán Thors ráðuneytisstjóri, Ingvar Kristinsson, þróunarstjóri Veðurstofunnar, Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra og Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofunnar. Ljósmynd: Ásgeir Bjarnason.


Ráðherra skoðar mælingabíl Veðurstofunnar. Snorri Zóphóníasson, sérfræðingur í mælarekstri, segir frá. Stefán Thors ráðuneytisstjóri  og Ingvar Kristinsson þróunarstjóri Veðurstofunnar, fylgjast með. Ljósmynd: Ásgeir Bjarnason.

Lesa má um starfsáherslur Veðurstofunnar, hlutverk, gildi og framtíðarsýn hér á vefnum.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica