Fréttir
Árlegur samráðsfundur norrænna veðurstofustjóra 2013, haldinn á Ísafirði. Ljósmynd: Halldór Sveinbjarnarson.

Fundur norrænna veðurstofustjóra

Árlegur samráðsfundur haldinn á Ísafirði

5.9.2013

Veðurstofustjórar frá öllum Norðurlöndunum héldu fund á Ísafirði dagana 26.-28. ágúst 2013. Um var að ræða árlegan samráðsfund sem að þessu sinni er haldinn á Íslandi. Forstjóri Veðurstofu Íslands, Árni Snorrason, ákvað að fundurinn skyldi haldinn á Ísafirði og undirbjuggu starfsmenn Snjóflóðaseturs Veðurstofunnar dagskrána.

Fundargestir byrjuðu á að heimsækja Bolungarvík, skoða sig um og snæða kvöldverð í Einarshúsi sem er sögufrægt hús. Eftir fund fór hópurinn í siglingu um Ísafjarðardjúp og tók land í Vigur þar sem boðið var upp á léttar veitingar. Hnúfubakur sást í návígi, sem jók á ánægju fundargesta. Ljósmyndir í ferðinni tók Jón Ottó Gunnarsson:








Eftir fundahöld seinni dagsins var farið í söguskoðun um Ísafjarðarbæ og Snjóflóðasetur Veðurstofunnar heimsótt. Flestir í hópnum höfðu komið til Íslands oftar en einu sinni en fyrst og fremst verið í Reykjavík og þess vegna þótti tilvalið að funda á Ísafirði í þetta sinn.

Tilgangur slíkra samráðsfunda er að ræða sameiginleg málefni, bæði formleg og óformleg verkefni, og leggja línurnar fyrir komandi ár vegna þeirrar þjónustu sem veitt er. Þannig styrkjast tengslin á milli veðurstofanna, sem oft leiðir til hagræðis og sparnaðar.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica