Fréttir
Mynd tekin úr lofti yfir Öskjuvatn og Víti um klukkan 14 þann 22. júlí 2014.

Skriða og flóðbylgja í Öskju

22.7.2014

Gríðarlega stór skriða féll í suð-austurhluta Öskjuvatns laust fyrir miðnætti, mánudagskvöldið 21. júlí 2014.

Skriðan orsakaði flóðbylgju í Öskjuvatni og kom hreyfingu á laust efni sem fyrir var. Óróapúls sem stóð yfir í um 20 mínútur mældist á jarðskjálftamælum á svæðinu á sama tíma. Ljós mökkur reis upp og óljóst er hvort um var að ræða gufustrók eða annað.

Hlýtt hefur verið á svæðinu og mikil snjóbráð hefur myndast sem hugsanlega hefur komið skriðunni af stað. Öskjubarmurinn getur verið óstöðugur á köflum og meira af lausu efni getur fallið í vatnið. Vísindamenn og Almannavarnir funda í fyrramálið þar sem farið verður yfir stöðuna. Öll umferð í Öskju er bönnuð þar til niðurstaða þess fundar liggur fyrir.

Askja 22. júlí 2014
""
Skriðan í suðausturhlíðum Öskju. Ljósmynd: Kristján Einarsson.
Strókur yfir Öskju
""
Strókurinn úr fjarlægð að kvöldi 21. júlí. Ljósmynd: Kolbeinn Helgi Gíslason.

Fróðleikur

RÚV myndskeið tekið 23. júlí

Ítarefni um þennan viðburð á enska vefnum

Um skriðuföll

Skriðuföll í Kaldakinn





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica