Fréttir
Dyngjujökull við framhlaup 1977, upptök Jökulsár á Fjöllum.

Enn er mikil virkni í NV-verðum Vatnajökli

20.8.2014

07:21 Enn er mikil virkni í norðvestanverðum Vatnajökli. Aðalvirknin er í þyrpingunni norðaustur af Bárðarbungu.

Tæplega 300 skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Dýpi skjálftanna er svipað og hefur verið undanfarið (algengt um 10km).

Stærsti skjálftinn varð klukkan 03:59 og var hann í þyrpingunni, 3,0 að stærð. Klukkan 00:58 varð skjálfti inni í Bárðarbunguöskjunni og var hann 2,7 að stærð. Engir skjálftar hafa verið staðsettir við Kistufell það sem af er þessum degi.

Engin merki erum um gosóróa.

Kortið sýnir yfirfarna skjálfta frá miðnætti til morguns, aðfaranótt 20. ágúst. Aftur á móti má sjá fjölda óyfirfarinna skjálfta úr sjálfvirka kerfinu síðustu 48 klst á vefnum.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica