Fréttir
Hraunflæmið náði um 85 km2 fyrir mánuði.

Eldgosinu í Holuhrauni er lokið

Eldgosið í Holuhrauni stóð yfir í hálft ár

28.2.2015

Eldgosinu sem hófst í Holuhrauni 31. ágúst síðastliðinn, er LOKIÐ.

Engin glóð sást í þyrluflugi í gær, 27. febrúar. Sjá nánar í punktum af fundi vísindamannaráðs í dag.

Gasið getur enn dreifst um allt land. Veðurvakt hefur birt sérstaka tilkynningu þess efnis, sjá gasspá. Vert er að benda á að gasmengun getur aukist við goslok.

Enn er í boði sérstakt skráningarform svo fólk geti látið vita ef það verður vart við brennisteinslykt.

Hraunið er 85 km² að stærð. Meðalþykkt þess er um 10 - 14 metrar (mest 40 m) og rúmmálið um 1,4 km³.

Öskjusig Bárðarbungu er a.m.k. 61 m þar sem mest er. Sigið var 5 cm á dag í síðustu viku, að teknu tilliti til ísskriðs inn að miðju öskjunnar, en var tugir cm á dag þegar mest var. Rúmmál sigskálarinnar er um 1,7 - 1,8 km³.

Áfram dregur úr skjálftavirkni.

Lífshætta stafar ENN af eldfjallagasi við hraunbreiðuna.

Hér til hliðar sést yfir gossprunguna í þyrluflugi í gær, 27. febrúar 2015. Ljósmynd: Gísli Gíslason.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica