Fréttir

Sólmyrkvinn 20. mars 2015

Heillandi og varasamur

19.3.2015

Í fyrramálið, föstudagsmorguninn 20. mars 2015, verður mesti sólmyrkvi sem sést hefur frá Íslandi í 61 ár. Svo vill til í þetta sinn, að sólmyrkvann ber upp á jafndægur á vori.

Sums staðar munu ský hindra sýn. Vert er því að fylgjast með skýjahuluspá Veðurstofunnar; dragið til sleðann undir skýjahulukortinu, þar sem hvítt þýðir heiðskír himinn, til að sjá líklega skýjahulu meðan sólmyrkvinn varir (u.þ.b. milli 08:30 og 10:40). Fliparnir fyrir ofan kortið sýna lágskýja- og miðskýjaspá.

Ítarlegar upplýsingar má finna um sólmyrkvann á stjörnufræðivefnum, bæði fræðilegt efni og ráðleggingar.

Fólk er eindregið varað við að horfa á sólina án viðeigandi hlífðarbúnaðar. Slíkt getur valdið varanlegum augnskaða og blindu í verstu tilvikum; jafnvel þó aðeins sé skotrað augum til sólar örskamma stund.

Halda mætti að fólkið hér undir sé að eiga við tunglið sjálft en ...

Mælitæki verður sett á loft
""
Myndin sýnir þegar vísindamenn Veðurstofunnar æfðu blöðrusleppingu til háloftarannsókna á Hólmsheiði 22. október 2013. Mælitækin neðan í blöðrunni kanna hita, raka, vind og loftþrýsting. Ljósmynd: Þórður Arason.

Á morgun um kl. 8:45 verður svipað tæki sett á loft við Bústaðaveg 9 (á túni við mælireitinn) sem mun að auki hafa sérstakan sólgeislunarnema frá Reading háskóla sem ætlar að safna gögnum um veður frá fjölda manns þennan dag.




Aðrir tengdir vefir



Ekkert skjal tengt
Þetta vefsvæði byggir á Eplica