Viðvörun vegna óveðurs
Ekkert ferðaveður á landinu 1. des. 2015
Á morgun, 1. desember, ganga skil norðaustur yfir landið með austanstormi og hríðarbyl á öllu landinu, fyrst suðvestantil. Á morgun er því ekkert ferðaveður.
Spá fyrir landið suðvestanvert
Vaxandi austanátt í nótt.
Snemma í fyrramálið má búast við slæmu skyggni vegna skafrennings víða suðvestanlands, þar með talið á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut. Hvessir enn þegar líður á morguninn og fer að snjóa og búast má við mikilli snjókomu fram eftir degi.
Síðdegis, milli kl 15 og 18, snýst vindur í hægari vestanátt með éljagangi, fyrst á Reykjanesi.
Austanlands seint á morgun
Versnandi veðri er spáð austanlands seint á morgun með austan hvassviðri eða stormi og mikilli ofankomu.
Helga Ívarsdóttir
Elin Björk Jónasdóttir
Þorsteinn V. Jónsson