Fréttir
Bolungarvík
Mikill snjór í Traðargili ofan við Bolungarvík 19. mars 2007.
1 2

Snjóflóð á Vestfjörðum

21.3.2007

Mörg snjóflóð hafa fallið á Vestfjörðum að undanförnu. Veikt lag hefur verið í snjóþekjunni og það hefur ekki þurft mikla snjósöfnun til þess að lagið bresti og snjóflóð fari af stað. Fyrsta flóðið af völdum þessa lags féll 16. janúar og annað, sem vélsleði kom af stað, 26. febrúar. Þegar  hlánaði þriðjudaginn 20. mars féllu stór snjóflóð, bæði úr Kirkjubólshlíð og Hraunsgili, ásamt fjölda minni snjóflóða. Rýma þurfti hús í Bolungarvík þegar flóðahættan var mest.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica