Fréttir

Jarðskjálftar í Vatnajökli 13. janúar 2006

13.1.2006

Í dag hafa mælst 2 skjálftar af stærð 3 - 3,5. Sá fyrri varð í Vatnajökli norðan við Bárðarbungu kl. 14:42 og mældist hann um 3 af stærð. Sá seinni varð um kl. 15:19 rétt út af Tjörnesi og mældist af stærð um 3,5. Tilkynning hefur borist frá Raufarhöfn um að sá skjálfti hafi fundist þar. Ekki hafa mælst hrinur samfara þessum skjálftum.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica