Fréttir

Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu í september 2006

26.9.2006

Um kaffileytið í dag, 26. september 2006, var búið að staðsetja tæplega 130 skjálfta sunnan Kistufells (NA í Bárðarbungu) frá því skjálftahrinan hófst þar síðastliðið sunnudagskvöld (24.9). Þegar þetta er ritað (milli kl fimm og sex síðdegis) mælast enn skjálftar á svæðinu, h.u.b. einn á klst. Virknin er því sem stendur í rénum á ný.
Stærstu skjálftarnir urðu á sunnudagskvöld, 3,8 og um kl. 12:41 í nótt (stærð 3-3,5). Í nótt fylgdu allmargir skjálftar á stærðarbilinu 1-3.
Enn sem komið er hafa ekki sést nein merki um aukinn óróa eða neitt annað sem gæti bent til gosvirkni.
Flogið var yfir Dyngjujökul í morgun. Þar sást ekkert markvert, engar ferskar sprungur og jökullinn hulinn nýjum, hvítum snjó.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica