Fréttir
Óskar tekur við viðurkenningu úr höndum sendiherrans
Carol van Voorst, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, afhendir Óskari J. Sigurðssyni, verðlaun sem kallast ,,Hetjur umhverfisins
1 2 3 4

Óskar J. Sigurðsson heiðraður

19.6.2007

Óskar J. Sigurðsson, vitavörður og veðurathugunarmaður á Stórhöfða, var heiðraður sem „Hetja umhverfisins" í sendiráði Bandaríkjanna í dag.

Carol van Voorst, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, afhenti Óskari J. Sigurðssyni, sem hefur starfað sem vitavörður og veðurathugunarmaður á Stórhöfða í Vestmannaeyjum í 55 ár, verðlaun sem kallast „Hetjur umhverfisins" sem National Oceanic and Atmospheric Administration (NOAA) veitir árlega.

Í fréttatilkynningu frá bandaríska sendiráðinu kemur fram að Óskar hlýtur verðlaunin fyrir störf sem hafa gert rannsóknarstofu NOAA kleift að framkvæma kolefnismælingar og aðrar loftmælingar sleitulaust í 15 ár frá Stórhöfðavita.

Loftsýnatakan á Stórhöfða er samstarfsverkefni Veðurstofunnar og NOAA.

Óskar hefur stundað veðurathuganir á Stórhöfða í 55 ár og merkt um 85.000 fugla af meira en 40 tegundum. Hann hefur safnað sýnum úr andrúmslofti og úrkomu í þessu verkefni sem Veðurstofan hefur unnið að í samstarfi við NOAA.

Verðlaunin „Hetjur umhverfisins" voru fyrst veitt árið 1995 en verðlaunahafar eru tilnefndir af starfsmönnum stofnunarinnar sem eru um 12.500.

Óskar er eini verðlaunahafinn sem ekki er af bandarísku þjóðerni og einungis níu aðrir einstaklingar hlutu þessa viðurkenningu í ár.

Umfjöllun Iceland Review.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica