Fréttir
Upptyppingar
Upptyppingar og Herðubreið í baksýn.

Jarðskjálftayfirlit vikuna 18. - 24. júní 2007

28.6.2007

Um 400 jarðskjálftar komu fram á mælum Veðurstofunnar vikuna 18. til 24. júní, sem og nokkrar sprengingar vegna framkvæmda.

Stærstu skjálftarnir, um 2,8 að stærð, mældust við Grímsey og eins mældist skjálfti að stærð 2,6 norður á Kolbeinseyjarhrygg. Minnstu skjálftarnir voru um -0.1 til -0,4 að stærð og mældust flestir við Upptyppinga, en einnig mældust svo smáir skjálftar á Hengilssvæðinu, bæði við Nesjavelli og víðar.

Athyglisverðasta virknin er hin viðvarandi virkni við Upptyppinga (Krepputungu), sem staðið hefur yfir með hléum síðan í lok febrúar. Virknin hefur öll verið á um 17 km dýpi þar til á sunnudaginn, en þá mældist grunnur skjálfti á svæðinu. Í desember 2005 og júní 2006 mældust grunnir skjálftar á þessu svæði, en annars er óvanalegt að mæla virkni nákvæmlega á þessum stað.

Nánari upplýsingar má sjá á vikuyfirliti.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica