Fréttir
Veðursjá á Bjólfi tímabundið óvirk
Veðursjá Veðurstofu Íslands á Bjólfi ofan Seyðisfjarðar á Austurlandi er tímabundið óvirk vegna bilunar.Beðið er eftir varahlutum sem berast undir lok þessarar viku og er því gert ráð fyrir því að hægt verði að gera við stöðina í næstu viku.
Unnið er að undirbúningi viðgerðar og verða upplýsingar uppfærðar eftir því sem framvinda málsins skýrist.



