Fréttir

Veðurstofa Íslands 100 ára

Stofnuð sem deild í Löggildingarstofunni 1. janúar 1920

1.1.2020

Veðurstofa Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegs árs! Það er nokkuð merkilegur dagur í dag því jafnan er miðað við að Veðurstofa Íslands hafi verið stofnuð þann 1. janúar 1920. Því fagnar Veðurstofan 100 ára afmæli í dag! Fyrstu fimm árin var hún þó aðeins deild í Löggildingarstofunni, en frá ársbyrjun 1925 verður hún sjálfstæð stofnun. Danska veðurstofan sem hafði umsjón með veðurathugunum fram að þeim tíma en gaf hins vegar ekki út veðurspár fyrir Ísland. Íslendingar urðu þá sem fyrr að treysta á athyglisgáfu og eigið hyggjuvit ef þeir vildu ráða í veður morgundagsins.

Ætli sé þó ekki óhætt að segja að Veðurstofa Íslands hafi sótt í sig veðrið á þessum 100 árum, því starfssvið hennar hefur víkkað umtalsvert út fyrir vísindi veðurfræðinnar. Veðurstofan mun fagna þessum tímamótum í sögu stofnunarinnar með ýmsu móti út afmælisárið. Starfsfólk Veðurstofunnar þakkar það traust sem landsmenn hafa sýnt stofnuninni í gegnum árin og óskar þeim farsældar á nýju ári.

VedurkortidFyrsta_Kroppad

Það hefur ýmislegt breyst í starfi veðurfræðinga frá því að þetta veðurkort frá 1. janúar 1920 var teiknað, þó þar sé ansi margt kunnuglegt. Það hefur verið hvasst af norðri um landið austanvert og mikið frost.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica