Veðurstofan tekur þátt í 1,4 milljarða samstarfsverkefni sem eflir íslenska gervigreindarinnviði og tengir Ísland við eina öflugustu ofurtölvu Evrópu. Verkefnið styður þróun gagnadrifinna lausna í loftslags- og náttúruvárgreiningu.
Lesa meiraJarðskjálftavirkni hefur verið samfelld við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu frá haustinu 2024. Nýjustu skjálftarnir mældust í hrinu 2. október 2025, þar sem stærsti skjálftinn var 3,5 að stærð og fannst víða á Mýrum og í Borgarfirði. Mælingar benda til kvikusöfnunar á 15–20 km dýpi, en engin merki hafa komið fram um að kvika sé á leið til yfirborðs. Hér er tekið saman yfirlit um virknina hingað til, niðurstöður mælinga og mögulegar sviðsmyndir um framhaldið.
Lesa meiraSeptember var hlýr á landinu öllu. Austan- og suðaustanáttir voru ríkjandi í mánuðinum. Sérlega úrkomusamt var á Austfjörðum og á Ströndum og þar var mánuðurinn víða með blautari septembermánuðum sem vitað er um.
Lesa meira