Nýjar fréttir

1,4 milljarða samstarfsverkefni stóreflir gervigreindarinnviði Íslands

Veðurstofan tekur þátt í 1,4 milljarða samstarfsverkefni sem eflir íslenska gervigreindarinnviði og tengir Ísland við eina öflugustu ofurtölvu Evrópu. Verkefnið styður þróun gagnadrifinna lausna í loftslags- og náttúruvárgreiningu.

Lesa meira

Hættumat óbreytt

Skammvinn smáskjálftahrina mældist austan við Sýlingarfell á laugardagskvöld, en engar breytingar sáust á aflögun eða þrýstingi í Svartsengi samhliða henni. Landris og kvikusöfnun halda þó áfram undir Svartsengi og því er áfram nokkur óvissa um tímasetningu næsta atburðar. Hættumat helst óbreytt til 28. október nema virkni breytist. Lesa meira

Alþjóðleg ráðstefna um snjóflóðavarnir haldin á Ísafirði

Alþjóðlega ráðstefnan SNOW2025 – The International Symposium on Mitigation Measures against Snow Avalanches and other Rapid Gravity Mass Flows fór fram á Ísafirði dagana 30. september til 3. október 2025. Um 120 sérfræðingar frá tíu löndum tóku þátt, þar á meðal margir helstu vísindamenn heims á sviði ofanflóðavarna. Á undanförnum áratugum hefur Ísland safnað ómetanlegri þekkingu á ofanflóðahættu og varnaraðgerðum. Lesa meira

Áframhaldandi jarðskjálftavirkni við Grjótárvatn

Jarðskjálftavirkni hefur verið samfelld við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu frá haustinu 2024. Nýjustu skjálftarnir mældust í hrinu 2. október 2025, þar sem stærsti skjálftinn var 3,5 að stærð og fannst víða á Mýrum og í Borgarfirði. Mælingar benda til kvikusöfnunar á 15–20 km dýpi, en engin merki hafa komið fram um að kvika sé á leið til yfirborðs. Hér er tekið saman yfirlit um virknina hingað til, niðurstöður mælinga og mögulegar sviðsmyndir um framhaldið.

Lesa meira

Tíðarfar í september 2025

September var hlýr á landinu öllu. Austan- og suðaustanáttir voru ríkjandi í mánuðinum. Sérlega úrkomusamt var á Austfjörðum og á Ströndum og þar var mánuðurinn víða með blautari septembermánuðum sem vitað er um. 

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica