Ágúst var hlýr, þá sérstaklega síðari hluti mánaðarins. Að tiltölu var hlýjast inn til landsins á Norðaustur- og Austurlandi. Hæsti hiti mánaðarins mældist 29,8 stig á Egilsstaðaflugvelli þ. 16. og er það hæsti hiti sem mælst hefur á landinu í ágúst. Talsvert hvassviðri var á sunnan- og vestanverðu landinu um verslunarmannahelgina.
Lesa meiraÚrkoma hefur minnkað á Austfjörðum eftir tvo úrkomusama daga og engar fregnir hafa borist af skriðuföllum. Sjatnað hefur í lækjum og ám og spáð er skúrum næstu daga en ekki samfelldri úrkomu. Með minnkandi vatni í jarðvegi dregur úr skriðuhættu, þótt líkur á skriðuföllum fylgi áfram úrkomu víða um land.
Lesa meiraJökulhlaupinu úr Hafrafellslóni, sem hófst 20. ágúst er að ljúka. Vatnshæð og rennsli í Hvítá eru orðin svipuð og fyrir hlaupið. Aðfararnótt sunnudags mældust tveir toppar á vatnshæð í Hvítá ofan Húsafells, með nokkurra klukkustunda millibili. Þeir marka hámark hlaupsins. Rennsli í Hvítá við mælistaðinn Kljáfoss, um 30 km neðan við Húsafell, náði hámarki snemma á sunnudagsmorgun. Það mældist 260 m³/s, sem er svipað og í hlaupinu í ágúst 2020 og er um þrefalt meira en grunnrennsli á þessum árstíma. Frá því í gærmorgun hefur jafnt og þétt dregið úr rennsli í ánni.
Lesa meira