Nýjar fréttir

Tíðarfar í júní

Kalt var um allt land í mánuðinum og loftþrýstingur lágur. Víða var meðalhiti júnímánaðar lægri en í maí, sem var óvenjulega hlýr. Það var mjög úrkomusamt á Norður- og Norðausturlandi og sólskinsstundir voru fáar miðað við árstíma á Akureyri. Aftur á móti var tiltölulega þurrt á vestanverðu landinu. Norðanhret gekk yfir landið 3. og 4. dag mánaðarins og ollu þá vindur og sér í lagi úrkoma töluverðum vandræðum.

Lesa meira

Áframhaldandi landris í Svartsengi

Uppfært 1. júlí 2025 

Landris og jarðskjálftavirkni í Svartsengi halda áfram og hafa verið stöðug síðustu vikur. Um 10 smáskjálftar mælast að jafnaði á dag, flestir norðan við Grindavík og suður af Stóra Skógfelli. Kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram.

Ekki hafa orðið breytingar sem gefa tilefni til að endurskoða hættumat. Ef kvikusöfnun heldur áfram gætu líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi aukist með haustinu.


Lesa meira

Háskóli Íslands flytur ofurtölvu í húsnæði Veðurstofunnar

Háskóli Íslands hefur tekið í notkun nýjan tölvusal með ofurtölvum og gagnageymslum í húsnæði Veðurstofu Íslands. Þetta er hluti af IREI (Icelandic Research e-Infrastructure) sem styður rannsóknir háskóla og rannsóknastofnana um allt land.

Samrekstur tölvusalsins styrkir samstarf Háskóla Íslands og Veðurstofunnar og eflir innviði fyrir rannsóknir, loftslagsmál, náttúruvá og alþjóðlegt vísindasamstarf. Áhersla er lögð á að þessir innviðir séu forsenda nákvæmra spáa, viðvarana og rannsókna, sérstaklega vegna loftslagsbreytinga, eldgosa, jarðskjálfta og flóða.

Lesa meira

Vetrarafkoma Hofsjökuls mældist óvenju rýr

Fjórir starfsmenn Veðurstofu Íslands mældu vetrarafkomu Hofsjökuls í árlegum vorleiðangri dagana 4.–8. maí síðastliðinn. Mældir voru 20 punktar á ísasviðum Sátujökuls, Þjórsárjökuls, Blágnípujökuls og Blautukvíslarjökuls (sjá myndir 1 og 2), sem samtals ná yfir rúman helming af flatarmáli Hofsjökuls. Á hverjum punkti var borað í gegnum snjólag vetrarins, eðlisþyngd og hitastig snævarins mæld og lagskipting skráð. Einnig var snjósjá notuð til að mæla samfelld snjóþykktarsnið milli mælipunktanna. Lesa meira

Norræna vatnafræðiráðstefnan haldin í Reykjavík

„Við getum ekki lengur hugsað um vatn sem sjálfsagðan hlut… Með þessum orðum setti Hildigunnur H. H. Thorsteinsson, forstjóri Veðurstofu Íslands, Norrænu vatnafræðiráðstefnuna 2025 sem hófst í dag í Reykjavík. 

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica