Desember var óvenjulega hlýr og var hiti langt yfir meðallagi á landinu öllu. Á landsvísu var þetta þriðji hlýjasti desembermánuður frá upphafi mælinga. Jólin voru sérstaklega hlý þegar sunnanhvassviðri gekk yfir landið. Nýtt desemberhámarkshitamet var sett þegar hiti mældist 19,8 stig á Seyðisfirði seint á aðfangadagskvöld.
Lesa meiraKvikusöfnun undir Svartsengi er hæg en stöðug, líkt og hún hefur verið síðustu vikurnar. Á meðan að kvikusöfnun er til staðar eru áfram auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi, en óvissa um tímasetningu á næsta eldgosi er meiri þegar kvikusöfnun er hæg. Óvissan um tímasetningu miðað við hraða kvikusöfnunar núna hleypur á nokkrum mánuðum.
Lesa meira