Laus störf

Vöktun og mat á snjóalögum og veðri í Eyjafirði

Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða í starf við eftirlit og snjóathuganir í Eyjafirði. Um er að ræða starf í tímavinnu, sem alla jafna er unnin á tímabilinu 15. október til 15. maí. Nýr starfsmaður mun fá þjálfun í öryggisatriðum sem tengjast starfinu og mati á snjóflóðahættu.

Helstu verkefni og ábyrgð

Sá sem sinnir snjóathugunum fylgist með snjóalögum og veðri í nágrenni við sitt byggðarlag, aðstoðar við að meta yfirvofandi hættu á snjóflóðum ásamt því að vera ráðgjafi snjóflóðavaktar varðandi svæðisbundna snjóflóðaspá fyrir Eyjafjörð. Einnig sinnir viðkomandi reglulegum mælingum á snjó, mælir snjóflóð sem falla og skrifar um þau skýrslur.

Hæfniskröfur

Umsækjandi verður að þekkja vel til veður- og snjóaðstæðna á svæðinu. Hann verður að geta gert snjóathuganir til fjalla, jafnvel við erfiðar aðstæður, og starfað undir miklu álagi þegar hættuástand skapast. Viðkomandi þarf að vera áreiðanlegur, nákvæmur og hafa góða samskiptahæfileika.

Spennandi verkefni á sviði vöktunar á náttúru Íslands

Hjá Veðurstofu Íslands starfar öflugur hópur fólks sem hefur það hlutverk að stuðla að bættu öryggi almennings, eigna og innviða gagnvart öflum náttúrunnar. Því hlutverki sinnir starfsfólk Veðurstofunnar með vöktun lofts, láðs og lagar, byggðri á öflun og greiningu gagna, rannsóknum, þróun og miðlun upplýsinga. Jafnframt er það hlutverk Veðurstofunnar að styðja við sjálfbæra nýtingu náttúrunnar og samfélagslega hagkvæmni.

Gildi Veðurstofunnar eru þekking, áreiðanleiki, framsækni og samvinna. Ráðningar hjá stofnuninni munu taka mið af þessum gildum

Nánari upplýsingar

Harpa Grímsdóttir, hópstjóri ofanflóðavöktunar (harpa@vedur.is) Borgar Ævar Axelsson, mannauðsstjóri (borgar@vedur.is). Sími: 522 6000

Sótt er um starfið á www.starfatorg.is eða með því að senda umsókn á borgar@vedur.is merkt snjóathuganir.

Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar nk.

Starfshlutfall er 10-20% og eru laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.


Nýjar fréttir

Áfram þarf að gera ráð fyrir að gos geti brotist út

Uppfært 08.03. kl. 8.55

Frá miðnætti hafa mælst um 600 jarðskjálftar á Reykjanesskaga, færri en undanfarnar nætur og enginn merki voru um óróa. Stærsti skjálftinn var 3,3 að stærð kl. 00:34.

Lesa meira

Tíðarfar í febrúar 2021

Febrúar var hagstæður, vindur hægur og illviðri fátíð. Mánuðurinn var hlýr og snjóléttur á Suðvesturlandi á meðan svalara var norðaustanlands. Hiti var þó allstaðar yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Austlægar áttir voru ríkjandi í mánuðinum. Það var tiltölulega þurrt á landinu vestanverðu en úrkomusamara austanlands.


Lesa meira

Ársfundur EUROVOLC samstarfsverkefnisins hófst í dag

Í dag hófst ársfundur alþjóðlega EUROVOLC samstarfsins. EURopean Network of Observatories and Research Infrastructures for VOLCanology er samstarfsvettvangur fjölda sérfræðinga í jarðvísindum frá níu Evrópulöndum, en verkefnið hófst í byrjun árs 2018 og mun standa fram í lok nóvember á þessu ári. Fundurinn er allur rafrænn. EUROVOLC er víðtækt samstarfsverkefni í eldfjallafræði, styrkt af Innviðaáætlun Horizon 2020 rammaáætlunar Evrópusambandsins. Verkefnið tekur til 19 samstarfsaðila þar af eru þrír á Íslandi. Veðurstofa Íslands leiðir verkefnið og helstu samstarfsaðilar í verkefninu eru Eldfjalla- og Jarðeðlisfræðistofnun Ítalíu (INGV) í Cantania, á Sikiley og Jarðvísindastofnun Háskólans.

Lesa meira

Alþjóðlegur dagur kvenna og stúlkna í vísindum

Í dag, 11. febrúar, fögnum við á Veðurstofunni alþjóðlegum degi kvenna og stúlkna í vísindum. Sameinuðu þjóðirnar settu þennan dag á laggirnar árið 2016 til að vekja athygli á mikilvægi þess að auka þátttöku kvenna og stúlkna í vísindum. Á Veðurstofunni starfar stór hópur kvenna við vöktun og rannsóknir á náttúruöflunum. Menntun þeirra og viðfangsefni eru nánast jafn fjölbreytt og náttúra Íslands, en náttúran mun áfram krefjast mikils af vísindum framtíðarinnar og þannig veita stúlkum ómæld og áhugaverð tækifæri til að mennta sig og starfa á þessu mikilvæga sviði vísindanna.

Lesa meira

Vatnshæð við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum hefur farið lækkandi síðustu daga

Uppfært 08.02. kl. 15.30

Vatnshæð við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum hefur farið lækkandi síðustu daga. Myndir af árfarveginum ofan við brúna sýna að opið rennsli vatns hefur aukist og á radarmyndum eru vísbendingar um að krapaþekjan sé að þynnast. Því er talið að líkur á krapahlaupi líkt og það sem varð 26. janúar hafi farið mjög minnkandi.  Því hefur verið tekin ákvörðun í samráði við Vegagerðina að hleypa ótakmarkaðri umferð yfir brúna við Grímsstaði. Þó eru aðstæður í ánni stöðugt vaktaðar og brugðist við af aðstæður breytast.

Lesa meira
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica