Veðurstofa Íslands 90 ára

starfsmenn við vinnu
© Guðrún Pálsdóttir
Unnið við veðurspár og jarðskjálftaeftirlit á Veðurstofunni. Myndin er tekin 28. júlí 2010. Frá vinstri á myndinni eru Sigþrúður Ármannsdóttir landfræðingur og veðurfræðingarnir Þorsteinn Jónsson og Haraldur Eiríksson.

Nýjar fréttir

Magn kviku undir Svartsengi heldur áfram að aukast


  • Hraði kvikusöfnunar undir Svartsengi hefur haldist nokkuð stöðugur síðustu tvær vikur. Áfram eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi næstu vikurnar. Hættumat helst óbreytt til 9. desember, nema breytingar verði á virkninni.

Lesa meira

Framhlaup er hafið í Dyngjujökli

Samkvæmt GPS-hraðamælingum Jarðvísindastofnunar Háskólans er framhlaup hafið í Dyngjujökli Dyngjujökull er þekktur framhlaupsjökull og líða um 20–30 ár að jafnaði á milli framhlaupa. Hann hljóp síðast fram á árunum 1998 til 2000. Fólki er bent á að gæta sérstakrar varúðar á ferðalögum á Dyngjujökli þar sem sprungumyndun er líkleg á svæðum sem hafa verið greiðfær og ósprungin í 20 ár. Lesa meira

Fjölbreyttur hópur Neyðarkalla á Veðurstofunni

Veðurstofan hefur styrkt björgunarsveitir landsins með kaupum á Neyðarkallinum undanfarin ár. Í vikunni bættust tveir nýir kallar í hópinn frá björgunarsveitunum Kofra í Súðavík og Sæbjörgu á Flateyri, í tilefni 30 ára minningar um mannskæð snjóflóð. Afhending fór fram á Snjóflóðasetri Veðurstofunnar á Ísafirði, þar sem starfsfólk tók við köllunum frá formönnum sveitanna. Veðurstofan er stoltur bakhjarl björgunarsveita og þakkar þeim fyrir óeigingjarnt starf. Lesa meira

Haustið er undirbúningstími snjóflóðavaktarinnar

Haustið er undirbúningstími hjá snjóflóðavakt Veðurstofunnar. Tryggja þarf að sjálfvirkir snjómælar, sem mæla snjódýpt og hitastig, séu tilbúnir fyrir veturinn. Í ár hefur viðhaldsverkefnið verið umfangsmikið þar sem skipta þurfti út mörgum mælum sem nýttu eldri fjarskiptakerfi. Með fréttinni fylgja myndir frá krefjandi aðstæðum í fjallshlíðum. Lesa meira

Tíðarfar í október 2025

Októbermánuður var tvískiptur og bauð bæði upp á hlýja og kalda daga. Fyrri hluti mánaðarins var mjög hlýr en seinni hlutinn var kaldur og talsverður snjór var á norðurhluta landsins. Þann 28. snjóaði óvenjumikið á höfuðborgarsvæðinu. Að morgni þess 28. mældist jafnfallinn snjór í Reykjavík 27 cm og þann 29. mældist snjódýptin 40 cm. Það er langmesta snjódýpt sem mælst hefur í októbermánuði í Reykjavík. Snjórinn  olli miklum samgöngutruflunum og umferðaröngþveiti í borginni.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica