Veðurstofa Íslands 90 ára

Dobson-tækið
© Árni Sigurðsson
Ósontæki Veðurstofu Íslands, Dobson 50, endurnýjað í Hohenpeissenberg í júní 2007.

Nýjar fréttir

Hitabylgjan 13. til 22. maí 2025

Dagana 13. til 22. maí 2025 var óvenjuleg hitabylgja á landinu sem orsakaðist af langvarandi hæð við Færeyjar sem færðist síðan smám saman yfir Ísland. Hæðin beindi hlýju lofti úr suðri til landsins dögum saman. Þrátt fyrir að dæmi séu til um svipuð veðurskilyrði, er hitabylgjan þessa daga óvenjuleg og það er merkilegt hversu snemma árs hún átti sér stað, hversu lengi hún stóð og hversu útbreidd hún varð.


Lesa meira

Áframhaldandi landris í Svartsengi

Uppfært 20. maí

Áframhaldandi landris mælist í Svartsengi, sem bendir til áframhaldandi kvikusöfnunar á svæðinu.  Ef hraði landrissins helst svipaður og hann hefur verið undanfarnar vikur, má ætla að líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi fari að aukast þegar líða fer á haustið. Breytingar á hraða landriss, og þar með kvikusöfnunar undir Svartsengi, geta þó haft áhrif á þetta mat. 


Lesa meira

Tíðarfar í apríl 2025

Apríl var óvenjulega hlýr á landinu öllu, sérstaklega fyrstu tíu dagar mánaðarins. Á landsvísu var þetta 5. hlýjasti aprílmánuður frá upphafi mælinga. Tíð var góð, það var hægviðrasamt og tiltölulega þurrt um stóran hluta landsins. Gróður tók vel við sér.

Lesa meira

ICEWATER verkefnið hafið

Um 80 manns tóku þátt á fyrsta fundi í ICEWATERverkefninu, sem haldinn var dagana 24. og 25. mars 2025 í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdalnum í Reykjavík. Fundurinn markaði upphaf þessa metnaðarfulla verkefnis, sem miðar að því að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.

Lesa meira

Landris heldur áfram í Svartsengi

Uppfært 8. apríl kl. 15:10

Aflögunargögn sýna skýrt merki um að landris haldi áfram undir Svartsengi. Landris mælist nú hraðara en eftir síðustu eldgos. Það gæti skýrst af því hversu mikið rúmmál kviku fór úr kerfinu í þessum síðasta atburði.

Hins vegar er enn of snemmt að segja til um áframhaldandi þróun á hraða kvikusöfnunarinnar. Reynsla frá fyrri atburðum sýnir þó að hraði kvikusöfnunar minnkar yfirleitt eftir því sem líður á kvikusöfnunartímabilið milli gosa. Bíða þarf í allavega viku, mögulega nokkrar vikur, til að segja til um hvort og þá hversu mikið hraði kvikusöfnunar mun breytast.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica
Á þessum vef eru vafrakökur notaðar við nafnlausar notkunarmælingar, en engin virkni tengist markaðssetningu. Sjá nánar