Veðurstofa Íslands 90 ára

Eiríksjökull
© Oddur Sigurðsson
Eiríksjökull 2. nóvember 1990. Jökullinn hét til forna Balljökull vegna ávalrar lögunar hans.

Nýjar fréttir

Haustið er undirbúningstími snjóflóðavaktarinnar

Haustið er undirbúningstími hjá snjóflóðavakt Veðurstofunnar. Tryggja þarf að sjálfvirkir snjómælar, sem mæla snjódýpt og hitastig, séu tilbúnir fyrir veturinn. Í ár hefur viðhaldsverkefnið verið umfangsmikið þar sem skipta þurfti út mörgum mælum sem nýttu eldri fjarskiptakerfi. Með fréttinni fylgja myndir frá krefjandi aðstæðum í fjallshlíðum. Lesa meira

Óbreytt hættumat á Reykjanesskaga

Hættumat á Reykjanesskaga helst óbreytt til 25. nóvember. Aflögun undir Svartsengi heldur áfram, þó hægar, og óvissa er um næsta atburð. Jarðskjálftavirkni við Grindavík er lítil og í Krýsuvík hefur dregið verulega úr skjálftum. Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi kvikusöfnun, en hraði innstreymis minnkar. Lesa meira

Tíðarfar í október 2025

Októbermánuður var tvískiptur og bauð bæði upp á hlýja og kalda daga. Fyrri hluti mánaðarins var mjög hlýr en seinni hlutinn var kaldur og talsverður snjór var á norðurhluta landsins. Þann 28. snjóaði óvenjumikið á höfuðborgarsvæðinu. Að morgni þess 28. mældist jafnfallinn snjór í Reykjavík 27 cm og þann 29. mældist snjódýptin 40 cm. Það er langmesta snjódýpt sem mælst hefur í októbermánuði í Reykjavík. Snjórinn  olli miklum samgöngutruflunum og umferðaröngþveiti í borginni.

Lesa meira

GNSS-stöð sett upp á Gleiðarhjalla fyrir ofan Ísafjörð með aðstoð Landhelgisgæslunnar

Veðurstofan hefur sett upp nýja GNSS gervihnattastaðsetningarstöð á Gleiðarhjalla fyrir ofan Ísafjörð. Stöðin er knúin af sól og vindi og mun fylgjast með hreyfingum í lausum jarðlögum til að auka skilning á skriðuvirkni á svæðinu. Uppsetningin er hluti af stærra rannsóknarverkefni sem felur einnig í sér greiningu gervitunglagagna og árlega myndatöku með flygildi.

Lesa meira

Snjókoma á Suðvesturlandi – veðurspár og óvissa

Óvenjulegt veður í byrjun vikunnar olli metsnjókomu á höfuðborgarsvæðinu og víðar á Suðvesturlandi. Snjódýpt í Reykjavík mældist 40 cm að morgni 29. október, sem er mesta dýpt sem mælst hefur í október frá upphafi mælinga. Veðurfræðingar uppfærðu spár í rauntíma eftir því sem veðrið þróaðist. Næstu daga er spáð bjartviðri suðvestantil en hvassviðri og rigningu austanlands um helgina.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica