Veðurstofa Íslands 90 ára

svart hvít ljósmynd
© Veðurstofa Íslands
Jón Eyþórsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, 1926-1965. Myndin er tekin árið 1916 og stendur neðan við hana: Jón Eyþórsson, verðandi veðurfræðingur, 1916. Myndin er til innrömmuð á Veðurstofu.

Nýjar fréttir

Skaflinn í Gunnlaugsskarði horfinn

Skaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni hvarf 5.-6. ágúst 2025 og hefur aðeins tvisvar áður horfið fyrr á ári en það var árið 1941 og 2010 og hvarf hann þá bæði árin í júlí.  Hlýindakafli í maí, snjóléttur vetur og þurrt, bjart sumar flýttu bráðnun.

Fylgst hefur verið með skaflinum frá 19. öld og hann er talinn óformlegur mælikvarði á tíðarfarið á höfuðborgarsvæðinu. Páll Bergþórsson, fyrrverandi forstjóri Veðurstofunnar, var helsti sérfræðingurinn um skaflinn í áratugi og skráði bæði mældar og munnlegar heimildir. Árni Sigurðsson, sérfræðingur í mælarekstri hjá Veðurstofunni, heldur nú utan um mælingar og sögulegar upplýsingar.

Lesa meira

Níunda gosinu á Sundhnúksgígaröðinni lokið

Uppfært 5. ágúst

Eldgosinu sem hófst 16. júlí á Sundhnúksgígaröðinni er nú formlega lokið og nýtt hættumatskort hefur verið gefið út. Þrátt fyrir goslok eru áfram lífshættulegar aðstæður á svæðinu vegna óstöðugs hrauns og mögulegrar gasmengunar. Landris er hafið á ný og kvikustreymi undir Svartsengi heldur áfram.

Lesa meira

Tíðarfar í júlí 2025

Júlí var óvenjulega hlýr, sérstaklega á Norðaustur og Austurlandi. Á landsvísu var þetta hlýjasti júlímánuður frá upphafi mælinga, ásamt júlí 1933 sem var jafnhlýr. Mjög hlýtt var þ. 14. þegar hiti mældist 20 stig eða meiri á um 70% allra veðurstöðva. Hæstur mældist hitinn 29,5 stig á Hjarðarlandi í Biskupstungum, sem er á meðal hæstu hitatölum sem þekkjast hér á landi. Mánuðurinn var hægviðrasamur og lítið um hvassviðri. Töluverð gosmóða lá yfir stórum hluta landsins um miðjan mánuð vegna eldgossins á Reykjanesi og hægviðris.

Lesa meira

Veðurhorfur um verslunarmannahelgina – lægð á leiðinni

Ört dýpkandi lægð nálgast úr suðvestri og mun stýra veðrinu um Verslunarmannahelgina. Gul viðvörun vegna vinds verður í gildi á Suðurlandi og miðhálendinu frá föstudagskvöldi fram á aðfaranótt laugardags. Hvöss suðaustanátt, allt að 18 m/s, og talsverð úrkoma sunnan- og suðaustantil geta skapað varasamar aðstæður fyrir létt ökutæki og tjöld. Hætta er einnig á grjóthruni og skriðum við brattar hlíðar, einkum sunnan-og vestanlands. Á laugardag og sunnudag dregur smám saman úr vindi austantil, en áfram verður rigning og skúrir á víð og dreif, með bjartara veðri norðaustantil. Ferðafólk er hvatt til að fylgjast með viðvörunum á vedur.is og færð á umferdin.is, og tilkynna grjóthrun eða skriður til skriðuvaktar Veðurstofunnar.

Lesa meira

Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá syðri og Skálm

Vatnshæð og rafleiðni hafa farið lækkandi síðasta sólahring og nálgast nú eðlileg gildi í vöktunarmæli Veðurstofunnar í Skálm við þjóðveg. Jarðskjálftamælar á jökulskerjum í Mýrdalsjökli sýna einnig greinilega lækkun í óróa síðasta sólahring. Á vefmyndavél á Rjúpnafelli sést að töluvert hefur dregið úr vatnsmagni í Leirá Syðri frá því í gær. Þessi gögn gefa því til kynna að jökulhlaupinu sé að ljúka. 


Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica