Úrvinnslu- og rannsóknasvið

Hlutverk Úrvinnslu- og rannsóknasviðs

Hlutverk Úrvinnslu- og rannsóknasviðs eru rannsóknir og þekkingaröflun á eðlis- og efnaþáttum jarðar, lofthjúps, vatns og íss. Rannsóknir eru stundaðar á náttúruvá, loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra á umhverfi og samfélag, á auðlindum og endurnýjanlegum orkugjöfum, auk þess sem sviðið sér um gerð hættumats.

Í því skyni að annast þjónusturannsóknir samkvæmt samningum stuðlar Úrvinnslu- og rannsóknasvið að öflun, varðveislu og miðlun gagna um jarðfar, veðurfar, vatnafar, jöklafar, haffar, sem og um bakgrunnsgildi efnastyrks í lofti, legi og á láði. Sviðið ber ábyrgð á gagnastefnu stofnunarinnar.

Úrvinnslu- og rannsóknarsvið sér um úrvinnslu, aðferðafræðilega þróun og líkangerð vegna allra gagna sem safnað er á sviðinu, m.a. til stuðnings við starfsemi á öðrum sviðum stofnunarinnar.

Sviðið ber ábyrgð á eftirliti með gæðum gagna stofnunarinnar, viðheldur gæðavottuðum langtímagagnaröðum til rannsókna og ráðgjafar, sér til þess að þær séu stöðugt uppfærðar eftir bestu upplýsingum og veitir aðgengi að gögnunum.

Sviðið ber ábyrgð á reglulegri birtingu yfirlita um gögn með helstu tölfræðilegu upplýsingum og samanburði við aðrar tímaraðir. Sviðið ber ábyrgð á að koma öllum gögnum á stafrænt form og stuðlar þannig að því að gögn stofnunarinnar verði aðgengileg fyrir almenning og rannsóknasamfélagið.

Efling innviða
""
"Rannsóknainnviðir Veðurstofu Íslands – efling innviða í jarðvísindum," 4. apríl 2013.
Ljósmynd: Hjörtur Árnason.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica