Evrópska rannsóknarverkefnið MEDiate er komið á lokametrana eftir þriggja ára samstarf 18 aðila frá sjö Evrópulöndum. Verkefnið miðar að því að þróa nýjar aðferðir til áhættustjórnunar vegna náttúruvár og var nýlega haldin vinnustofa á Veðurstofu Íslands með fulltrúum frá íslenskum og breskum þróunarhópum.
Lesa meiraÁgúst var hlýr, þá sérstaklega síðari hluti mánaðarins. Að tiltölu var hlýjast inn til landsins á Norðaustur- og Austurlandi. Hæsti hiti mánaðarins mældist 29,8 stig á Egilsstaðaflugvelli þ. 16. og er það hæsti hiti sem mælst hefur á landinu í ágúst. Talsvert hvassviðri var á sunnan- og vestanverðu landinu um verslunarmannahelgina.
Lesa meiraÚrkoma hefur minnkað á Austfjörðum eftir tvo úrkomusama daga og engar fregnir hafa borist af skriðuföllum. Sjatnað hefur í lækjum og ám og spáð er skúrum næstu daga en ekki samfelldri úrkomu. Með minnkandi vatni í jarðvegi dregur úr skriðuhættu, þótt líkur á skriðuföllum fylgi áfram úrkomu víða um land.
Lesa meira