Þjónusta

Þjónusta Veðurstofu Íslands

Veðurstofa Íslands starfar samkvæmt lögum nr. 70/2008 um Veðurstofu Íslands.

Verkefni stofnunarinnar samkvæmt 3. gr. laganna eru meðal annars að:

  1. að annast vöktun vegna náttúruvár og gefa út viðvaranir og spár um yfirvofandi hættu af völdum veðurs og veðurtengdra þátta, jarðskjálfta, eldgosa, hlaupa, vatnsflóða og ofanflóða;
  2. að sjá um rekstur veðurfræðilegra grunnkerfa og annast veðurþjónustu, sbr. lög um veðurþjónustu;
  3. að annast almennar kerfisbundnar vatnamælingar í ám, stöðuvötnum, lónum, strandlónum, strandsjó og grunnvatni, þ.m.t. mælingar á rennsli, vatnshæð, vatnshita, aurburði og öðrum eðlis- og efnafræðilegum eiginleikum vatns;
  4. að annast mælingar á snjóalögum og jöklabúskap og kortlagningu á ísalögum fallvatna og stöðuvatna;
  5. að annast mælingar á hvers kyns jarðhræringum, jarðspennu, kvikuhreyfingum og hægum jarðskorpuhreyfingum, auk þess að safna upplýsingum um eldgos og öskufall;
  6. að gera athuganir og mælingar á mengun í lofti, úrkomu og vatni;
  7. að annast langtímarannsóknir á vatnsauðlindinni, eðli hennar og skilyrðum til nýtingar samkvæmt samningi við viðeigandi stjórnvöld;
  8. að annast skráningu, varðveislu og miðlun gagna á starfssviði stofnunarinnar;
  9. að kortleggja veðurfar landsins og fylgjast með loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra á þá þætti náttúrunnar sem stofnunin á að vakta;
  10. að kortleggja stöðuvötn og vatnsfarvegi landsins og gera vatnafars- og flóðakort;
  11. að kortleggja jarðskjálftavirkni landsins og fylgjast með breytingum á jarðskjálftavirkni;
  12. að sinna verkefnum á sviði ofanflóðavarna, sbr. lög um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum;
  13. að vinna hættumat vegna náttúruhamfara að beiðni almannavarnayfirvalda eða annarra stjórnvalda;
  14. að vinna að rannsóknum á starfssviðum stofnunarinnar er hafi það að höfuðmarkmiði að auka þekkingu á ýmsum eðlisþáttum lofts, láðs og lagar, auka þekkingu á vatnafari, veðurfari og jarðskjálftavirkni landsins, bæta þjónustuna og auka hæfni stofnunarinnar til að láta í té upplýsingar í þágu atvinnulífs, öryggismála, sjálfbærrar nýtingar auðlinda og annarra þarfa landsmanna;
  15. að annast samskipti við Alþjóðaveðurfræðistofnunina og önnur milliríkjasamskipti innan verkahrings stofnunarinnar;
  16. að vera ráðuneytinu og öðrum stjórnvöldum til ráðgjafar um málefni á verksviði stofnunarinnar;
  17. önnur verkefni sem ráðherra felur stofnuninni sérstaklega.

Gjaldskrá Veðurstofu Íslands

1. gr.
Gjald fyrir útselda vinnu sérfræðings.

Veðurstofa Íslands innheimtir gjald samkvæmt gjaldskrá fyrir þau verkefni og þjónustu sem stofnuninni eru falin í lögum og reglugerðum og sem heimilt er að taka gjald fyrir. Gjald fyrir hverja klukkustund skal vera eftirfarandi án vsk:

a.      Fyrir sérfræðinga I kr. 33.800,-

b.      Fyrir sérfræðinga II kr. 30.400,-

c.      Fyrir sérfræðinga III kr. 28.000,-

d.      Fyrir sérfræðinga IIII kr. 25.100,-

e.      Fyrir sérfræðinga V kr. 20.100,-

2. gr.
Ferðakostnaður

Veðurstofa Íslands innheimtir ferða- og uppihaldskostnað í samræmi við útlagðan kostnað stofnunarinnar þó aldrei meira en sem nemur viðmiðum í gildandi auglýsingu ferðakostnaðarnefndar fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

3. gr.
Tæki og búnaður

Veðurstofa Íslands innheimtir kostnað vegna notkunar á tækjum og búnaði sem þarf til að vinna verkefni eða veita þjónustu.

 

 

Gjaldskráin gildir frá 1.01.2025

 




Nýjar fréttir

1,4 milljarða samstarfsverkefni stóreflir gervigreindarinnviði Íslands

Veðurstofan tekur þátt í 1,4 milljarða samstarfsverkefni sem eflir íslenska gervigreindarinnviði og tengir Ísland við eina öflugustu ofurtölvu Evrópu. Verkefnið styður þróun gagnadrifinna lausna í loftslags- og náttúruvárgreiningu.

Lesa meira

Hættumat óbreytt

Skammvinn smáskjálftahrina mældist austan við Sýlingarfell á laugardagskvöld, en engar breytingar sáust á aflögun eða þrýstingi í Svartsengi samhliða henni. Landris og kvikusöfnun halda þó áfram undir Svartsengi og því er áfram nokkur óvissa um tímasetningu næsta atburðar. Hættumat helst óbreytt til 28. október nema virkni breytist. Lesa meira

Alþjóðleg ráðstefna um snjóflóðavarnir haldin á Ísafirði

Alþjóðlega ráðstefnan SNOW2025 – The International Symposium on Mitigation Measures against Snow Avalanches and other Rapid Gravity Mass Flows fór fram á Ísafirði dagana 30. september til 3. október 2025. Um 120 sérfræðingar frá tíu löndum tóku þátt, þar á meðal margir helstu vísindamenn heims á sviði ofanflóðavarna. Á undanförnum áratugum hefur Ísland safnað ómetanlegri þekkingu á ofanflóðahættu og varnaraðgerðum. Lesa meira

Áframhaldandi jarðskjálftavirkni við Grjótárvatn

Jarðskjálftavirkni hefur verið samfelld við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu frá haustinu 2024. Nýjustu skjálftarnir mældust í hrinu 2. október 2025, þar sem stærsti skjálftinn var 3,5 að stærð og fannst víða á Mýrum og í Borgarfirði. Mælingar benda til kvikusöfnunar á 15–20 km dýpi, en engin merki hafa komið fram um að kvika sé á leið til yfirborðs. Hér er tekið saman yfirlit um virknina hingað til, niðurstöður mælinga og mögulegar sviðsmyndir um framhaldið.

Lesa meira

Tíðarfar í september 2025

September var hlýr á landinu öllu. Austan- og suðaustanáttir voru ríkjandi í mánuðinum. Sérlega úrkomusamt var á Austfjörðum og á Ströndum og þar var mánuðurinn víða með blautari septembermánuðum sem vitað er um. 

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica