Apríl 1997

Trausti Jónsson 9.1.2007

Mjög kalt var í veðri fyrstu daga mánaðarins, en síðan hlýnaði verulega og varð meðalhiti mánaðarins í Reykjavík 3,9° sem er 1° yfir meðallagi. Á Akureyri var meðalhitinn 3,3°, en -1,7° á Hveravöllum. Úrkoma var víðast hvar undir meðallagi. Í Reykjavík mældist hún 39 mm og er það um 2/3 af meðalúrkomu. Á Akureyri mældust aðeins 11 mm og er það um 40% af meðalúrkomu þar. Í Akurnesi mældist úrkoman 63 mm og 62 mm á Hveravöllum.

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 95 og er það 45 stundum undir meðallagi, en 103 stundir mældust á Akureyri og er það 27 stundum færra en í meðalári. 
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica