Nóvember 1997

Trausti Jónsson 9.1.2007

Nóvembermánuður var óvenju veðragóður um mestallt land. Meðalhiti í Reykjavík var 3,9 stig og er það 2,8 stigum umfram meðallag. Hlýrra varð í nóvember 1987 og 8 sinnum áður á öldinni. Meðalhiti á Akureyri varð 2,0 stig og er það 2,6 stigum yfir meðallagi. Talsvert hlýrra varð á Akureyri í nóvember 1993. Meðalhiti á Hveravöllum var nú -1,6 stig, en 4,7 stig í Akurnesi.
Úrkoma var í tæpu meðallagi á Akureyri og í Reykjavík. Í Reykjavík mældist hún 65mm, en 49 á Akureyri. Á Hveravöllum mældist úrkoman 41mm. Mjög úrkomusamt var suðaustanlands og sums staðar á Austurlandi. Úrkoman í Akurnesi mældist 249mm og er það um tvöföld meðalúrkoma á þeim slóðum.
Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 32 og er það 7 stundum undir meðallagi. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar aðeins 3 sem er með allra minnsta móti í nóvember eða 11 stundum undir meðallagi. Á Hveravöllum urðu sólskinsstundirnar 8.

 
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica