Greinar

Sumarið 1998

Trausti Jónsson 9.1.2007

Á Veðurstofunni stendur hið formlega sumar til septemberloka. Sumarið í heild var mjög hagstætt um suðvestanvert landið, en dauflegt norðaustan- og austanlands.

Í Reykjavík var sumarið í hópi hinna hlýrri á síðari áratugum, en meðalhiti varð þó lítillega hærri en nú bæði 1996 og 1991. Meðalhiti á Akureyri var lítillega lægri 1993 en nú.

Úrkoma var lítillega undir meðallagi í Reykjavík, en þó hafa oft komið þurrari sumur þar. Á Akureyri var sumarúrkoman nánast nákvæmlega í meðallagi.

Sólskinsstundir í Reykjavík voru 71 fleiri en í meðalári og hafa ekki verið jafn margar síðan 1991, en þá voru þær nokkru fleiri en nú. Á Akureyri var sólarlítið og þar mældust sólskinsstundirnar 65 færri en í meðalsumri. Álíka sólarlítið var á Akureyri sumarið 1993.Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica