Greinar

Október 1998

Trausti Jónsson 9.1.2007

Tíðarfarið í mánuðinum var kalt og fremur rysjótt einkum um norðan- og austanvert landið. Norðaustlægar áttir voru ríkjandi og talsvert snjóaði sums staðar norðanlands upp úr miðjum mánuðinum.

Fyrri hluta mánaðarins var hiti í meðallagi en síðan kólnaði verulega. Meðalhiti október hefur ekki orðið lægri í Reykjavík síðan árið 1987 og á Akureyri síðan síðan1981 en þá var talsvert kaldara.

Í Reykjavík var meðalhitinn 2,9° sem er 1,5° undir meðallagi og á Akureyri var hann 1,3° sem er 1,7° undir meðallagi.

Úrkoman í Reykjavík var tæplega fjórðungi minni en í meðalári, 66,1 mm. Á Akureyri var úrkoma tæplega fimmtungi meiri en venjar er, 65,4 mm.

Sólskinsstundir í Reykjavík voru 116,7 sem er 34 stundum umfram meðallag og hafa þær ekki orðið fleiri síðan 1981 en þá voru þær 142,2. Á Akureyri mældust sólskinsstundir 36,8, sem er 22 stundum minna en venja er.

Í Akurnesi var meðalhitinn 3,2° og úrkoman mældist 100,3 mm. Á Hveravöllum var meðalhitinn -2,9°, úrkoman þar mældist 80,9 mm og sólskinsstundir voru 51,7.







Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica