Janúar 1999

Trausti Jónsson 9.1.2007

Tíðarfar í janúarmánuði mátti heita gott lengst af. Þó gerði verulegt norðanáhlaup um miðjan mánuðinn. Meðalhiti í Reykjavík var 0,1 stig og er það 0,6 stigum yfir meðallagi. Á Akureyri var meðalhitinn mínus 1,8 stig og er það einnig rétt yfir meðallagi. Í Akurnesi var meðalhiti 0,9 stig, en mínus 5,7 á Hveravöllum.
Úrkoma í Reykjavík mældist 78 mm og er það í meðallagi. Á Akureyri mældist hún 61 mm og er það 10% umfram meðallag. Í Akurnesi mældist úrkoma 97 mm, en 67 mm á Heravöllum.
Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 23 og er það lítillega undir meðallagi, en á Akureyri mældust 8 sólskinsstundir og er það í meðallagi. Á Hveravöllum mældust einnig 8 sólskinsstundir.



 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica