Júlí 2000

Guðrún Þ. Gísladóttir 9.1.2007

Júlímánuður var þurr og sólríkur. Hiti var í góðu meðallagi en hlýrra var í Reykjavík árin 1997, 1994 og 1991 og á Akureyri árin 1997, 1991 og 1990. Mjög þurrt hefur verið á norðaustan- og austanverðu landinu og hefur aðeins tvisvar mælst minni úrkoma á Akureyri síðan 1946 þ.e. árin 1990 og 1979. Sólskinsstundir á Akureyri voru ívíð fleiri í júlí árið 1989 en mun fleiri árin 1974 og 1975.
Í Reykjavík var meðalhitinn 11,5°, sem er 0,9° yfir meðallagi. Úrkoma var fimmtungi minni en venja er, 41,1 mm, og sólskinsstundir mældust 185,5, sem 14,5 stundum umfram meðallag. Á Akureyri var meðalhitinn 12,3° og er það 1,8° yfir meðallagi. Úrkoman mældist tæplega helmingur þess er venja er þ.e. 15,0 mm og sólskinsstundir mældust 190,7, sem 32,7 stundum umfram meðallag.
Á Hveravöllum var meðalhitinn 9,5°. Úrkoman mældist 43,3 mm og sólskinsstundir voru 188,5. Í Akurnesi var meðalhitinn 10,3° og úrkoma mældist 34,4 mm.



 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica