Desember 2000

Guðrún Þ. Gísladóttir 9.1.2007

Nýliðinn desember verður að teljast hagstæður. Framan af var hlýtt, en síðasta vikan var mjög köld. Snjór var lítill víðast hvar. Meðalhiti í Reykjavík var 0,1 stig og er það 0,3 stigum ofan meðallags. Á Akureyri var meðalhitinn mínus 1,2 stig og er það 0,7 stigum yfir meðallagi. Í Akurnesi var meðalhiti 1,1 stig.
Úrkoma var lítil um vestanvert landið. Í Reykjavík mældist hún 45,1mm og er það um 60% af meðallagi. Rétt er að benda á að 37mm af þessari úrkomu féllu á innan við 2 sólarhringum. Úrkoma var meiri en 1mm í aðeins 3 daga í mánuðinum en venjulega er úrkoma meiri en 1mm 14 daga í desember. Á Akureyri mældist úrkoman 48,4mm sem er í rétt tæpu meðallagi. Í Akurnesi mældust 87,3mm.
Sólskinsstundir í Reykjavík voru 28 og hafa ekki orðið fleiri í desember frá 1981. Á Akureyri mældist sólskin ekki í desember. Það er alvanalegt. 
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica